Þjónustustjóri gæðakerfa
Tandur óskar eftir starfsmanni til að sinna starfi þjónustustjóra gæðakerfa.
Starfið felst að mestu leyti í viðhaldi og uppsetningu þrifaáætlana og efnalista, viðhald og uppsetning á rafrænu gæðaeftirlitskerfi.
Viðkomandi er í miklu samstarfi við aðila innahús sem og viðskiptavini. Skilyrði er að viðkomandi hafi framúrskarandi kunnáttu í íslensku og ensku.
Almenn umsókn
Tandur er alltaf opið fyrir einstaklingum sem eru til í að skara framúr, veita góða þjónustu og láta til sín taka.
Ef þetta á við um þig þá hvetjum við þig til að senda inn umsókn.
Athugið að almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en haft verður samband við þá umsækjendur sem við teljum hæfa hverju sinni. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
