
Almenn umsókn
Tandur er alltaf opið fyrir einstaklingum sem eru til í að skara framúr, veita góða þjónustu og láta til sín taka.
Ef þetta á við um þig þá hvetjum við þig til að senda inn umsókn.
Athugið að almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en haft verður samband við þá umsækjendur sem við teljum hæfa hverju sinni. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Þjónustufulltrúi tækniþjónustu
Tandur leitar eftir sjálfstæðum einstakling til að sinna fjölbreyttum verkefnum hjá Tandur Tækniþjónustu.
Tandur tækniþjónusta er deild innan Tandur sem sinnir bilanagreiningum og viðgerðum á tækjum og vélbúnaði. Starf er unnið bæði á verkstæði Tandur Tækniþjónustu og á verkstað hjá viðskiptavinum.
Reynsla af viðgerðarþjónustu er skilyrði ásamt víðtækri þekkingu á rafmagni.
Um er að ræða framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki með góðum hóp tæknimanna.