Jontec Purity gólfsápa 5L
Gólfsápa fyrir olíuborin viðargólf
Gólfsápa sem eingöngu er ætluð fyrir olíuborin viðargólf. Jontec Purity inniheldur sérstaka samsetningu af náttúrulegri sápu og öðrum yfirborðsvirkum efnum sem fjarlægja óhreinindi en ekki viðarolíuna. Jontec Purity gólfsápa hreinsar einnig viðargólf á áhrifaríkan hátt. Inniheldur auk þess sérstök efni sem næra viðargólfið, m.a. tallolíu sem unnin er úr furutrjám. Skilur eftir verndandi filmu og ver gólfi gegn sliti og blettum. Jontec Purity má ekki nota á aðra fleti en olíuborin viðargólf. Því er ekki mælt með að nota þessa gólfsápu á hráan eða ómeðhöndlaðan við eða kort.
- pH-gildi: 10,0-10,5 óblandað.
- Ljósbrún upplausn.
Leiðbeiningar um notkun:
Hreinsun með gólfþvottavél:
- Hreinsið gólf áður en byrjað er.
- Blandið Jontec Purity í vatnstank vélarinnar.
- Dreifið Jontec Purity og fjarlægið strax skítugt vatn.
- Buffið með rauðum/hvítum paddsa til að ná gljáa.
- Athugið: Mikilvægt er að hreinsa vélina reglulega til að forðast stíflur.
Moppuþrif:
- Blandið Jontec Purity í vatnsfötu.
- Moppið gólfið með rakri moppu.
Blöndun:
- Lágmarksblöndun: 2% böndun þ.e. 200 ml í 10 lítra af vatni.
- Við mikil óhreinindi má nota allt að 4% blöndun.
- Rétt blöndun sparar bæði kostnað og verndar umhverfið.