Nýjasta viðbótin í vöruframboði Tandurs er kaffi og kaffitengdar vörur. Boðið er upp á mikið úrval af fyrsta flokks kaffi og vönduðum kaffitengdum vörum.
Söluráðgjafar Tandurs sjá um reglubundið eftirlit hjá viðskiptavinum. Þeir sjá m.a. um tilboðsgerð, skráningu pantana, leiðbeiningar um notkun efna og áhalda, uppsetningu og viðhald þrifaáætlana, kynningu á nýjungum og eftirlit með skömmtunarbúnaði og skömmtun hreinsiefna.