Nýjasta viðbótin í vöruframboði Tandurs er kaffi og kaffitengdar vörur. Boðið er upp á mikið úrval af fyrsta flokks kaffi og vönduðum kaffitengdum vörum.
Við kynnum með stolti nýtt útlit umbúða, sama innihald og sömu gæði. Tímabært var að uppfæra útlit umbúða Tandurs og eru nú komnar á markað umbúðir með nýja útlitinu.
Swingo 250 Micro
Ný öflug, létt og lipur gólfþvottavél frá TASKI sem hentar vel á þröng svæði
Söluráðgjafar Tandurs sjá um reglubundið eftirlit hjá viðskiptavinum. Þeir sjá m.a. um tilboðsgerð, skráningu pantana, leiðbeiningar um notkun efna og áhalda, uppsetningu og viðhald þrifaáætlana, kynningu á nýjungum og eftirlit með skömmtunarbúnaði og skömmtun hreinsiefna.