Karfa

Eyða körfu

Ráðgjöf

Lögð er höfuðáhersla á faglega og framúrskarandi þjónustu og gott aðgengi viðskiptavina að sérfræðingum fyrirtækisins. Hjá fyrirtækinu starfa bæði efna- og tæknifræðingar með áralanga reynslu og hafa viðskiptavinir beinan aðgang að þeim varðandi ráðgjöf og leiðbeiningar.

Þjónustueftirlit

Söluráðgjafar Tandurs sjá um reglubundið eftirlit hjá viðskiptavinum. Þeir sjá m.a. um tilboðsgerð, skráningu pantana, leiðbeiningar um notkun efna og áhalda, uppsetningu og viðhald þrifaáætlana, kynningu á nýjungum og eftirlit með skömmtunarbúnaði og skömmtun hreinsiefna.

Dæmi um þjónustu til viðskiptavina

  • Uppsetning þrifaáætlana skv. HACCP fyrir öll matvælafyrirtæki, stór sem smá. Yfir 400 kerfi hafa verið sett upp af sérfræðingum Tandurs um allt land.
  • Innleiðing þrifaskráninga og gæðakerfa í rafræna gæðaskráningarkerfið esmiley.
  • Fyrirlestrar - "Örugg meðhöndlun matvæla" - "Uppþvottur og hreinlæti" - "Gólfbónun" - "Fyrirlestrar aðlagaðir að þörfum viðkomandi viðskiptavina"
  • Uppsetning og viðhald skömmtunarbúnaða við uppþvottavélar - Suma Revoflow - D250 / D3000 vökvakerfi
  • Uppsetning og viðhald skömmtunarbúnaða við tauþvottavélar - Clax Revoflow - L5000 vökvakerfi
  • Mælingar og eftirlit með há-og lágþrýstikerfum fyrir kvoðu- og sótthreinsiefni í matvælavinnslum og fiskiskipum.
  • Mælingar, eftirlit og stillingar á membrukerfum í mjólkuriðnaði.
  • Uppsetning DQFM og Divermite kerfi fyrir yfirborðsþrif í eldhúsum og fyrir ræstingu
Ekki er til valinn fjöldi af valdri vöru