Gæðastefna

 

Það er stefna Tandur hf. að framleiða, selja og þjónusta viðskiptavini sína með hreinlætisvörur sem hæfa tilætlaðri notkun og uppfylla væntingar viðskiptavina um gæði, öryggi og afhendingartíma.

 

 

Til að mæta Gæðastefnu sinni skuldbindur Tandur hf. sig til þess að:

 

  • Starfa í hvívetna til samræmis við gildandi lög og reglugerðir og önnur stjórnvaldsfyrirmæli.
  • Starfrækja virkt stjórnunarkerfi gæða á sviði framleiðslu og jafnlauna.
  • Vinna stöðugt að umbótum í starfseminni og á vöru sinni og þjónustu viðskiptavinum til góða. 
  • Hafa reglulegt samráð við hagaðila.
  • Tryggja nauðsynlegar auðlindir í starfseminni.
  • Skilgreina hlutverk, ábyrgð, starfsskyldur og völd.
  • Tryggja að starfsfólk hafi rétta hæfni á hverjum tíma.
  • Greina áhættur og tækifæri með skipulegum hætti, meta, vakta, mæla og stýra.
  • Setja fyrirtækinu markmið um bætt gæði sem bæði eru mælanleg og málefnaleg.
  • Kynna starfsfólki gæðastefnu og gæðamarkmið.

 

Ekki er til valinn fjöldi af valdri vöru