Breytingar á eignarhaldi Tandurs hf

Write By: admin Skrifað þann: 23 Jan 2018
Félagið Sjávargrund hefur fest kaup á öllu hlutafé Tandurs hf.
Eigendur Sjávargrundar eru Sjávarsýn (80%) og Svangrund (20%)
Sjávarsýn er í eigu Bjarna Ármannssonar og Svangrund er í eigu núverandi stjórnenda Tandurs, Guðmundar Gylfa og Birgis Arnar.
Það er enginn fyrirhuguð breyting á rekstri Tandurs, Guðmundur Gylfi og Birgir Örn munu stýra fyrirtækinu áfram í óbreyttri mynd næstu árin.