V-Air Solid - Nýir hagkvæmir ilmskammtarar

Write By: admin Skrifað þann: 9 Oct 2016

Tandur kynnir nýja tegund hagkvæmra ilmskammtara, V-Air SOLID.

V-Air Solid ilmskammtararnir styðjast við eðlilegt loftflæði og þurfa þar af leiðandi engar rafhlöður. Þeir eru hljóðlátir og sparsamir og dugar hver ilmkubbur í allt að 60 daga. Loftagnirnar sem berast frá kubbnum eru örsmáar og dreifast því mjög vel um stórt rými (allt að 170 rúmmetra) auk þess sem þær haldast mun lengur í loftinu.

Ilmkubbarnir innihalda eingöngu lífræn og niðurbrjótanleg efni (engin skaðleg efni) og eru því umhverfisvænir. Plastfestingarnar eru endurvinnanlegar.

 

V-Air SOLID hvítur ilmskammtari

V-Air SOLID 6 stk Citrus/Mango

V-Air SOLID 6 stk Ocean