Virkon-S Sótthreinsiefni 10 kg

Vörunúmer: 1484005

Virkon S er afar öflugt, breiðvirkt og veirueyðandi sótthreinsiefni í duftformi.

 

Efnið er áhrifaríkt á ójafnt yfirborð, kalkríkt vatn, við lágan hita og á erfið lífræn óhreinindi. Það er kjörið til nota fyrir gripahús, yfirborð, tækjabúnað, vatnskerfi og sótthreinsun á loftrýmum.

Virkon S er einnig hægt að nota í sótthreinsandi skóbað eða sem sótthreinsandi meðferð á skófatnað og í sótthreinsimottur.

Virkon S er alhliða sótthreinsiefni með víðtæka virkni og fjölbreytt notkunarsvið. Innihaldsefni þess er kalíumvetnissúlfat (oxandi efni), súlfamínsýra, efni til að halda sýrustigi réttu, yfirborðsvirk efni, ólífræn sölt, ilm- og litarefni.

Notkunarleiðbeiningar

Leiðbeiningar

 

Öryggisblað (íslenska)