Afgreiðslutími og vörudreifing

Opnunar- og afgreiðslutími

 

Skrifstofa

8:00 - 16:30 mánudaga til fimmtudaga

8:00 - 15:15 föstudaga

 

Vöruafgreiðsla

Mánudaga til fimmtudaga

9:00 - 12:00

13:00 - 16:00
 

Föstudaga

9:00 - 12:00

13:00 - 15:00

 

Við hvetjum viðskiptavini til þess að panta með dags fyrirvara til þess að stytta biðtíma á afgreiðslu.

 

Þjónustu-og neyðarsími eftir lokun: 510-1230

 

Afgreiðslur á höfuðborgarsvæðinu

Pantanir sem berast fyrir kl 14:00 eru afgreiddar næsta virka dag frá því að pöntun berst.

Í neyðartilvikum eru vörur afgreiddar samdægurs ef mögulegt er.

 

Ef upphæð pöntunar er lægri en 15.000 kr. án vsk. þá leggst á bókaðan reikning 2.800 kr. akstursgjald án vsk.

 

Afgreiðslur utan höfuðborgarsvæðisins

Alla virka daga fyrir klukkan 11:00 eru vörur til viðskiptavina á landsbyggðinni afgreiddar í gegnum flutningamiðstöðvar í Reykjavík.

 

Bílstjórar og sölumenn Tandurs afhenda vörur að auki reglubundið til eftirfarandi staða á suðvesturhorni landsins:
 

Vesturland: Grundarfjörður, Stykkishólmur, Ólafsvík, Akranes, Borgarnes
 

Suðurnes: Reykjanesbær og nágrenni 
 

Suðurland: Hveragerði, Selfoss, Hella, Hvolsvöllur, Flúðir, Laugarvatn, Þorlákshöfn, Stokkseyri, Eyrarbakki.

 
 

Ráðgjöf

 

Lögð er höfuðáhersla á faglega og framúrskarandi þjónustu og gott aðgengi viðskiptavina að sérfræðingum fyrirtækisins. Hjá fyrirtækinu starfa bæði efna- og tæknifræðingar með áralanga reynslu og hafa viðskiptavinir beinan aðgang að þeim varðandi ráðgjöf og leiðbeiningar.

 

Eftirfarandi er dæmi um þjónustu til viðskiptavina Tandurs:

 

  • Uppsetning þrifaáætlana skv. HACCP fyrir öll matvælafyrirtæki, stór sem smá. Yfir 400 kerfi hafa verið sett upp af sérfræðingum Tandurs um allt land.

 

  • Innleiðing þrifaskráninga og gæðakerfa í rafræna gæðaskráningarkerfið esmiley.

 

  • Fyrirlestrar - "Örugg meðhöndlun matvæla" - "Uppþvottur og hreinlæti" - "Gólfbónun" - "Fyrirlestrar aðlagaðir að þörfum viðkomandi viðskiptavina" 

 

  • Uppsetning og viðhald skömmtunarbúnaða við uppþvottavélar - Suma Revoflow  - D250 / D3000 vökvakerfi 

 

  • Uppsetning og viðhald skömmtunarbúnaða við tauþvottavélar - Clax Revoflow - L5000 vökvakerfi

 

  • Mælingar og eftirlit með há-og lágþrýstikerfum fyrir kvoðu- og sótthreinsiefni í matvælavinnslum og fiskiskipum.

 

  • Mælingar, eftirlit og stillingar á membrukerfum í mjólkuriðnaði

  • Uppsetning DQFM og Divermite kerfi fyrir yfirborðsþrif í eldhúsum og fyrir ræstingu

 

 

Þjónustueftirit

 

Sölu- og þjónustufulltrúar Tandurs sjá um reglubundið eftirlit hjá viðskiptavinum. Þeir sjá m.a. um tilboðsgerð, skráningu pantana, leiðbeiningar um notkun efna og áhalda, uppsetningu og viðhald þrifaáætlana, kynningu á nýjungum og eftirlit með skömmtunarbúnaði og skömmtun hreinsiefna.

 

 

Staðsetning

 

Hesthálsi 12

110 Reykjavík

 

kt. 620695-2119

 

Sími  510 1200