Ráðgjöf

 

Lögð er höfuðáhersla á faglega og framúrskarandi þjónustu og gott aðgengi viðskiptavina að sérfræðingum fyrirtækisins. Hjá fyrirtækinu starfa bæði efna- og tæknifræðingar með áralanga reynslu og hafa viðskiptavinir beinan aðgang að þeim varðandi ráðgjöf og leiðbeiningar.

 

Eftirfarandi er dæmi um þjónustu til viðskiptavina Tandurs:

 

  • Uppsetning þrifaáætlana skv. HACCP fyrir öll matvælafyrirtæki, stór sem smá. Yfir 400 kerfi hafa verið sett upp af sérfræðingum Tandurs um allt land.

 

  • Innleiðing þrifaskráninga og gæðakerfa í rafræna gæðaskráningarkerfið esmiley.

 

  • Fyrirlestrar - "Örugg meðhöndlun matvæla" - "Uppþvottur og hreinlæti" - "Gólfbónun" - "Fyrirlestrar aðlagaðir að þörfum viðkomandi viðskiptavina" 

 

  • Uppsetning og viðhald skömmtunarbúnaða við uppþvottavélar - Suma Revoflow  - D250 / D3000 vökvakerfi 

 

  • Uppsetning og viðhald skömmtunarbúnaða við tauþvottavélar - Clax Revoflow - L5000 vökvakerfi

 

  • Mælingar og eftirlit með há-og lágþrýstikerfum fyrir kvoðu- og sótthreinsiefni í matvælavinnslum og fiskiskipum.

 

  • Mælingar, eftirlit og stillingar á membrukerfum í mjólkuriðnaði

  • Uppsetning DQFM og Divermite kerfi fyrir yfirborðsþrif í eldhúsum og fyrir ræstingu